• OPIÐ 10-18 VIRKA D. 11-16 LAUGARD.
  • SENDUM FRÍTT ÞEGAR KEYPT ER FYRIR 15.000 KR EÐA MEIRA Í VEFVERSLUN!
  • S: (+354) 533 3500

Z-Brautir

Z-Brautir eru einföld og tímalaus leið til að hengja upp gluggatjöld. Um er að ræða sterkbyggðar plasthúðaðar viðarbrautir svo auðvelt er að hengja upp þyngri gardínuefni. Z-Brautirnar eru eingöngu fáanlegar tveggja rása sem hentar sérstaklega þegar blanda á saman tveimur gardínuefnum á sömu braut. Brautirnar eru sérsniðnar eftir þínum málum.

  • Sérpöntun

Z-Brautirnar eru alveg einstaklega sterkar og endingargóðar og þola jafnvel þyngstu gardínuefni. Hægt er að festa brautirnar bæði í loft og á veggi með einföldum hætti. Brautirnar eru hvítar og eru eingöngu fáanlegar tveggja rása, þ.e. með rás fyrir tvær samhliða gardínur. Z-Brautir eru oft notaðar inn í svefnherbergið fyrir myrkvun en þær henta einnig vel inn í opin rými eins og borðstofu.

Vogue fyrir heimilið sérsníðir gardínubrautir eftir þínum málum. Hægt er að hafa Z-brautirnar alveg beinar (t.d. vegg í vegg) eða með beygjum (90°) eftir því hvað hentar best hverju sinni. Hægt er að panta mælingu og/eða uppsetningu frá sérfræðingum okkar gegn vægu gjaldi. Endilega hafðu samband við okkur á vogue@vogue.is eða renndu við hjá okkur í Síðumúla 30 eða Hofsbót 4 ef þú ert með einhverjar fyrirspurnir varðandi gardínubrautirnar okkar og sérfræðingar okkar svara þér eftir bestu getu.