• OPIÐ 10-18 VIRKA D. 11-16 LAUGARD.
  • SENDUM FRÍTT ÞEGAR KEYPT ER FYRIR 15.000 KR EÐA MEIRA Í VEFVERSLUN!
  • S: (+354) 533 3500

Waterlily Yfirdýna

63.100 kr

Það er mikilvægt að sætta sig ekki við að geta ekki hvílst í rúminu sínu, hvort sem það er gamalt eða nýtt. Góð yfirdýna getur breytt óþægilegu rúmi í draumahvílu. Við sérsmíðum fyrsta flokks yfirdýnur eftir málum. Waterlily yfirdýnan er úr hágæða 65 kg/m3 götuðum kaldsvamp. Yfirdýnan styður gríðarlega vel við líkamann ásamt því að veita frábæra fjöðrun og auðvelda svefnhreyfingar. Yfirdýnan er götuð sem gerir það að verkum að dýnan loftar vel svo það myndast síður hiti eða raki í dýnunni. Veldu þína stærð í flipanum hér til hliðar eða hafðu samband við okkur á vogue@vogue.is ef þú finnur ekki þína stærð.

  • Til á lager

Hágæða yfirdýna úr smiðjum Vogue fyrir heimilið. Við sérsmíðum yfirdýnuna eftir þínum málum. Yfirdýnan er tiltölulega þunn (5 cm) dýna sem lögð er ofan á rúmdýnu til að breyta yfirborðsmýkt rúms. Algengt er að setja yfirdýnu á eldri rúm sem farin eru að slitna eða sjá á, en með því getur rúmið gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Þar að auki getur oft verið erfitt að átta sig á því hvaða dýna hentar best þegar verið er að fjárfesta í nýju rúmi og oft kemur ekki í ljós fyrr en að loknum skilafresti að nýja dýnan er of stinn eða of mjúk eða ekki eins þægileg og stefnt var að. Í slíkum tilvikum getur góð yfirdýna komið til hjálpar.

Vogue fyrir heimilið hefur sérsmíðað yfirdýnur í tugi ára. Hægt er að smíða yfirdýnur í hvaða stærð sem er. Fyrir frekari fyrirspurnir um yfirdýnurnar okkar, hafðu samband við okkur á vogue@vogue.is