Plíseruðu gluggatjöldin eru sérsniðin eftir málum og er hægt að fá fjölmörg efni í mismunandi litum, mynstrum og með mismunandi áferðum. Hægt er að panta mælingu og/eða uppsetningu frá sérfræðingum okkar gegn vægu gjaldi. Mæling er að jafnaði um 5 virka daga frá pöntun og uppsetning einnig um 5-7 virka daga frá því að pöntun er tilbúin. Venjulega er afgreiðslutími á plíseruðum rúllugardínum um tvær vikur. Þessar tímasetningar eru þó eingöngu áætlanir og áskilur Vogue sér rétt að seinka eða flýta afgreiðslutímum ef nauðsyn krefur. Allar fyrirspurnir um gluggatjöld skal senda á vogue@vogue.is en einnig er hægt að renna við í verslun okkar, Síðumúla 30, og fá ráðgjöf frá sérfræðingum okkar.