• OPNUNARTÍMI: MÁN-FÖS 10-18  LAU 11-16
  • ALLT FYRIR HEIMILIÐ
  • S: (+354) 533 3500

Iðunn Ullar Vetrarsæng 135 x 200 cm

30.990 kr

Glæsileg íslensk ullarsæng úr gæða ull af íslensku sauðfé. Sængin er sérstaklega hönnuð fyrir íslenska veturinn og er einstaklega hlý en veitir á sama tíma afburða góða öndun. Sængin er vistvæn og má má þvo á lágum hita (40°) á sérstöku ullarprógrami.

  • Til á lager

Lopi er ullarvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða vörum úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Fyrirtækið rekur ullarþvottastöð á Blönduósi og spuna- og bandverksmiðju í Mosfellsbæ. Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur verið starfandi allt frá árinu 1896, áður undir nafninu Álafoss. Bændur, sem eiga 80% hlut í Lopa, tóku við starfsemi Álafoss árið 1991.

Lopi kaupir alla ull beint frá bændum en félagið þvær og meðhöndlar um 99% af allri íslenskri ull. Þvegin íslensk ull frá Blönduósi er öll vottuð með Oeko-Tex 100 staðli sem tryggir að hún innihaldi engin skaðleg efni. 

Allt hráefni í sængurnar og yfirdýnurnar er að lokum sent frá Íslandi til Þýskalands þar sem sængurnar eru saumaðar og pakkaðar í sérsökum vélum.