Glódís Celcius Heilsurúm
Framleiðandi: Vogue fyrir heimilið & Lystadún-Snæland – Síðumúla 30
Íslensk hönnun og framleiðsla í rúm 71 ár.
Stífleiki | Hægt er að velja um bæði mjúka og/eða stífa dýnu. Jafnframt er hægt að sérsmíða dýnuna með þeim hætti að hún sé stífari öðru megin en mýkri hinu megin (samt heil dýna). Með þessum hætti tryggjum við að allir séu á dýnu sem er sérsniðin að þeirra þörfum. |
Gormakerfi | Háþróað fimmsvæðaskipt tunnulaga pokagormakerfi. Hver einasti gormur er pakkaður í svampkenndan poka sem gerir það að verkum að engin hreyfing er á milli svefnsvæða. Pokagormakerfið er gríðarlega sterkbyggt og endingargott og tryggir að bak og axlir fái réttan stuðning. |
Mýking | 5 cm Celcius yfirdýna úr fyrsta flokks þrýstijöfnunarsvamp (47kg/m3) sem hefur þann eiginleika að dreifa þyngd líkamas sérstaklega vel og létta þar með álaginu á helstu álagspunktum líkamans, þá sérstaklega mjaðmir, bak og axlir. Celcius yfirdýnan er millistíf og aðlagar sig fullkomnlega að líkama hvers og eins. |
Kantar | Extra stífir (steyptir) kantar úr stífum kaldsvampi umlykja dýnuna sem gera það að verkum að svefnflöturinn verður stærri ásamt því að það kemur í veg fyrir að viðkomandi upplifi að hann/hún sé að renna úr rúminu þegar legið er á köntunum. |
Dýnuver | Dýnuverið er grátt og hvítt á litinn og kemur með rennilás allan hringinn svo auðvelt er að renna því af og þvo. Dýnuverið má þvo við 30°C. |
Rúmbotn | Stífur rúmbotn úr furu og mdf. Hægt er að velja um alls konar áklæði á borð við tau, flauel (velour) og leðurlíki í alls konar litum. |
Lappir | Fáanlegar bæði eikar og stál lappir. |
Hráefni | Öll hráefni sem notuð eru við framleiðsluna eru vottuð með Oeko-Tex 100 umhverfisvottuninni. |
Framleiðsla | Öll heilsurúmin okkar eru framleidd í Síðumúla 30, Reykjavík. |
Afgreiðslutími | Það tekur um 7-10 virka daga að framleiða vöruna. Vogue áskilur sér þó rétt til að seinka afgreiðslutími þegar álag er mikið. |
Ábyrgð | 5 ára ábyrgð. |